Enn eitt banaslysið á hjóli. Þetta er alveg hryllilegt,og virðist sem keyrt hafi verið í veg fyrir hjólið.Hvað er í gangi??? Eru hjólin orðin ósýnileg???? Hvað ætli það séu margir sem hvafa lennt í því að vera keyrðir niður???? Það verður að fara að gera eithvað í þessari sjóndepru hjá ökumönnum. Því ekki er alltaf um hraðakstur að ræða. Aðstendum votta ég mína dýpstu samúð á svona sorgar stund
Banaslys á Biskupstungnabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er hræðilegt alveg, ég var þarna á staðnum, sjá hér: http://www.linuxzealot.net/?p=107
Edvin Þ. Dunaway (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 16:50
Hér varð banaslys, sem er mikið áfall allra tengdra, þ.á.m. ökumanns jeppans. Vinsamlegast ræðum ekki aðstæður þessa slyss, með tilheyrandi getgátum og áfellisdómum, þar sem slíkt leggst þungt á alla aðila.
Almenn umræða um akstur mótorhjóla og bifreiða á samt fullan rétt á sér. Ég ek hvoru tveggja og þekki báðar hliðar slíkra mála. Almennt þurfa ökumenn bifreiða að gæta sín á því að aka ekki í veg fyrir mótorhjól, enda er bæði erfiðara að sjá þau og að reikna út hraðann. Ökumenn mótorhjóla þurfa á móti að gæta sín sérstaklega vegna þessa og að stilla hraðanum í hóf í nálægð bíla. En drögum engar ályktanir um orsakir þessa hörmulega slyss, það hjálpar engum.
Ívar Pálsson, 29.7.2007 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.